Tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa

    

nóvember 11, 2015

Einföld tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa sem er algjört æði.

Hráefni

olía til steikingar

3 hvítlauksrif, söxuð

1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður

1 msk ferskt engifer, rifið

30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi

4 tsk karrímauk, Blue Dragon rautt eða grænt (curry paste)

1200 ml kjúklingasoð (gert úr 3 kjúklingateningum)

1 dós Blue Dragon kókosmjólk

ca. 800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita

800 g kjúklingabringur, skornar í bita

1 ½ límóna, safinn (lime)

2 tsk sykur

2 tsk Blue Dragon fiskisósa (fish sauce)

grófmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur.

2Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar.

3Þá er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus.

4Svo er kjúklingnum bætt út í súpuna og hún látin malla þar til hann er soðinn í gegn.

5Að lokum er kóríander bætt út í ásamt límónusafa og súpan smökkuð til með sykri, fiskisósu og pipar.

Uppskirft frá Dröfn á Eldhússögum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.

Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.