Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki

  

nóvember 18, 2015

Góður og hollur fiskréttur.

Hráefni

7-800 g laxaflak, beinhreinsað

3 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon

1 msk engifer, rifið

Sætt chilímauk

4 msk olífuolía

3 tsk hvítlauksmauk (minched garlic), t.d. frá Blue dragon

3 skarlottulaukar, saxaðir

3 msk rauðar piparflögur (eða cayennepipar)

3 msk fish sauce

2 msk hrásykur (eða hunang)

1 ½ msk safi úr límónu

2 msk vatn

Leiðbeiningar

1Hitið olíu á pönnu við meðalhita. Bætið lauknum og hvítlauksmauki út á pönnuna og léttsteikið í um 2 mínútur. Setjið í matvinnsluvél eða mortel og blandið vel saman. Bætið piparflögunum, fiskisósunni, sykri, límónusafa og vatni saman við og blandið þar til þetta er orðið að mauki. Setjið maukið síðan á pönnuna og hitið í nokkrar mínútur. Ef maukið er of þykkt bætið smá vatni saman við.

2Látið maukið í grunnt fat og bætið soyasósu og rifnu engifer saman við. Leggið laxinn á marineringuna og geymið í kæli í 30 mínútur eða lengur.

3Leggið álpappír á ofnplötu og smyrjið lauslega með ólífuolíu. Leggið fiskinn á álpappírinn og setjið smá af marineringunni yfir hann. Leggið álpappír lauslega yfir fiskinn og setjið inn í 180°c heitan ofn í 15 mínútur. Fjarlægið þá álpappírinn, stillið á grill og eldið í um 3 mínútur til viðbótar.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.