IMG_4878-2
IMG_4878-2

Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki

  

nóvember 18, 2015

Góður og hollur fiskréttur.

Hráefni

7-800 g laxaflak, beinhreinsað

3 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon

1 msk engifer, rifið

Sætt chilímauk

4 msk olífuolía

3 tsk hvítlauksmauk (minched garlic), t.d. frá Blue dragon

3 skarlottulaukar, saxaðir

3 msk rauðar piparflögur (eða cayennepipar)

3 msk fish sauce

2 msk hrásykur (eða hunang)

1 ½ msk safi úr límónu

2 msk vatn

Leiðbeiningar

1Hitið olíu á pönnu við meðalhita. Bætið lauknum og hvítlauksmauki út á pönnuna og léttsteikið í um 2 mínútur. Setjið í matvinnsluvél eða mortel og blandið vel saman. Bætið piparflögunum, fiskisósunni, sykri, límónusafa og vatni saman við og blandið þar til þetta er orðið að mauki. Setjið maukið síðan á pönnuna og hitið í nokkrar mínútur. Ef maukið er of þykkt bætið smá vatni saman við.

2Látið maukið í grunnt fat og bætið soyasósu og rifnu engifer saman við. Leggið laxinn á marineringuna og geymið í kæli í 30 mínútur eða lengur.

3Leggið álpappír á ofnplötu og smyrjið lauslega með ólífuolíu. Leggið fiskinn á álpappírinn og setjið smá af marineringunni yfir hann. Leggið álpappír lauslega yfir fiskinn og setjið inn í 180°c heitan ofn í 15 mínútur. Fjarlægið þá álpappírinn, stillið á grill og eldið í um 3 mínútur til viðbótar.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

2019-05-31-02.56.01-1-3

Laxa ceviche með mangó, avacado og kóríander

Frábært laxa ceviche.

paella

Sjávarrétta Paella

Spænsk paella á einfaldan máta, mjög bragðgóð.

laxaborgari

Asískur laxaborgari

Girnilegu laxaborgari með asísku ívafi.