Sumarsalat með kjúklingalærum og eggjanúðlum

  ,   

júní 13, 2018

Sumar í salati.

Hráefni

700 gr Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri

1 krukka Blue Dragon Hoi Sin sósa

1 stk lime

1 tsk Blue Dragon Minced Ginger, engifermauk

1 tsk Blue Dragon Minced Hot Chilli, chilimauk

½ dl Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía

½ pakki Blue Dragon eggjanúðlur

1 box lambhagasalat

½ gul melóna

1 stk rauð paprika

2 stk appelsínur

fersk mynta

ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1Byrjið á dressingunni. Blandið saman 1 dl af Hoi Sin sósunni, engifermaukinu, chilimaukinu og safa úr 1 stk lime, pískið ólífuolíunni saman við.

2Blandið restinni af Hoi Sin sósunni saman við kjúklingalærin.

3Sjóðið núðlurnar í 4-5 mínútur og kælið. Veltið upp úr hluta af dressingunni.

4Skerið grænmeti og ávexti í bita og raðið á stórt fat. Setjið núðlurnar í miðjuna.

5Grillið kjúklinginn í 10 mínútur eða þar til hann er fulleldaður.

6Leggið kjúklinginn ofan á núðurnar og hellið restinni af dressingunni yfir.

7Stráið myntu og kóríander yfir salatið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grilluð Beldessert Lava kaka með blautri miðju

Æðisleg súkkulaði kaka með blautri miðju á nokkrum mínútum á grillinu.

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

CajP mareneruð grísalund með ananas salsa

Einfaldur og sumarlegur grillréttur með CajP Smokey Hickory