48355331_584633655328158_1352836005849202688_n
48355331_584633655328158_1352836005849202688_n

Súkkulaðibitakökur með 3 tegundum af súkkulaði og sjávarsalti

  

janúar 8, 2019

Chewy súkkulaðibitakökur.

Hráefni

330 g sykur

100 g púðursykur

230 g smjör

80 g 18% sýrður rjómi frá Mjólku

3 msk AB mjólk frá Mjólku

2 egg við stofuhita

1 tsk vanilluextrakt eða hreint vanilluduft

320 g Rautt Kornax hveiti

65 g blátt Kornax hveiti

1 ½ tsk matarsódi

1 tsk sjávarsalt

80 g 70% súkkulaði, frá Rapuzel

120 g suðusúkkulaði

100g mjólkursúkkulaði, frá Milka

Leiðbeiningar

1Setjið sykurinn, púðursykur, smjör og sýrða rjómann saman í hitaþolna skál og bræðið saman í vatnsbaði.

2Setjið blönduna í aðra skál og hrærið aðeins með písk til að kæla. Hrærið fyrst eitt egg saman við og síðan hinu. Blandið því næst ab mjólk og vanillu saman við. Pískið blönduna vel þannig að hún freyði aðeins.

3Blandið þurrefnum saman í aðra skál og hrærið varlega saman við heitu blönduna. Hrærið sem minnst, það má alveg sjást þurrt hveiti í deiginu. Látið það kólna á meðan þið saxið súkkulaðið í bita. Blandið því út í deigið með sleikju en bara rétt svo að það blandist saman. Súkkulaðið mun bráðna aðeins inn í deigið en við viljum ekki að það bráðni mjög mikið.

4Kælið deigið í ísskáp í 30-60 mín.

5Hitið ofninn í 180°C.

6Þegar deigið er orðið kalt, takið þá matskeið og skafið upp deig sem er um það bil ½ msk, mega vera stærri, fer bara eftir smekk.

7Bakið í 11-13 mín.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.