Súkkulaði ostakaka með krönsi

  ,   

júní 5, 2020

Ríkt bragð af Toblerone súkkulaði með Oreo Crumbs í kökunni og Oreo kexi í botninum, toppað með rjóma! Held ég þurfi ekki að reyna að selja þetta neitt mikið frekar…..

Hráefni

Botn

1 pk Oreo kex (16 kökur)

70 g brætt smjör

Ostakaka

500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

160 g sykur

2 msk. Cadbury bökunarkakó

3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)

230 g brætt Toblerone

2 tsk. vanilludropar

100 g Oreo Crumbs með kremi/saxað Oreo kex

250 ml þeyttur rjómi

Skreyting

350 ml þeyttur rjómi

Cadbury bökunarkakó

Falleg blóm, Toblerone, Oreo eða annað sem ykkur dettur í hug

Leiðbeiningar

Botn

1Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.

2Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).

3Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka

1Leggið gelatínblöð í bleyti í köldu vatni í um 5 mínútur. Hitið þá 60 ml af vatni í potti og vindið þau út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, hellið yfir í skál þegar blöðin eru uppleyst og leyfið að standa á meðan annað er útbúið.

2Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

3Þeytið saman sykur og rjómaost og bætið bökunarkakó saman við og blandið vel.

4Því næst fer brætt Toblerone, gelatínblanda og vanilludropar saman við, blandið vel saman og skafið niður á milli.

5Vefjið þeytta rjómanum varlega saman við og að lokum Oreo Crumbs, hellið yfir botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting

1Setjið þeytta rjómann í sprautupoka með um 1 cm sverum hringlaga stút og sprautið bústnar „doppur“ yfir allan toppinn.

2Sigtið bökunarkakó yfir allt saman og skreytið að vild.

Uppskrift frá Gotterí og Gersemar

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.