fbpx

Súkkulaði ostakaka með krönsi

Ríkt bragð af Toblerone súkkulaði með Oreo Crumbs í kökunni og Oreo kexi í botninum, toppað með rjóma! Held ég þurfi ekki að reyna að selja þetta neitt mikið frekar…..

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 1 pk Oreo kex (16 kökur)
 70 g brætt smjör
Ostakaka
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 160 g sykur
 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
 230 g brætt Toblerone
 2 tsk. vanilludropar
 100 g Oreo Crumbs með kremi/saxað Oreo kex
 250 ml þeyttur rjómi
Skreyting
 350 ml þeyttur rjómi
 Cadbury bökunarkakó
 Falleg blóm, Toblerone, Oreo eða annað sem ykkur dettur í hug

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.

2

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka
4

Leggið gelatínblöð í bleyti í köldu vatni í um 5 mínútur. Hitið þá 60 ml af vatni í potti og vindið þau út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, hellið yfir í skál þegar blöðin eru uppleyst og leyfið að standa á meðan annað er útbúið.

5

Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

6

Þeytið saman sykur og rjómaost og bætið bökunarkakó saman við og blandið vel.

7

Því næst fer brætt Toblerone, gelatínblanda og vanilludropar saman við, blandið vel saman og skafið niður á milli.

8

Vefjið þeytta rjómanum varlega saman við og að lokum Oreo Crumbs, hellið yfir botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting
9

Setjið þeytta rjómann í sprautupoka með um 1 cm sverum hringlaga stút og sprautið bústnar „doppur“ yfir allan toppinn.

10

Sigtið bökunarkakó yfir allt saman og skreytið að vild.


Uppskrift frá Gotterí og Gersemar

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 1 pk Oreo kex (16 kökur)
 70 g brætt smjör
Ostakaka
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 160 g sykur
 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
 230 g brætt Toblerone
 2 tsk. vanilludropar
 100 g Oreo Crumbs með kremi/saxað Oreo kex
 250 ml þeyttur rjómi
Skreyting
 350 ml þeyttur rjómi
 Cadbury bökunarkakó
 Falleg blóm, Toblerone, Oreo eða annað sem ykkur dettur í hug

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.

2

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka
4

Leggið gelatínblöð í bleyti í köldu vatni í um 5 mínútur. Hitið þá 60 ml af vatni í potti og vindið þau út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, hellið yfir í skál þegar blöðin eru uppleyst og leyfið að standa á meðan annað er útbúið.

5

Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

6

Þeytið saman sykur og rjómaost og bætið bökunarkakó saman við og blandið vel.

7

Því næst fer brætt Toblerone, gelatínblanda og vanilludropar saman við, blandið vel saman og skafið niður á milli.

8

Vefjið þeytta rjómanum varlega saman við og að lokum Oreo Crumbs, hellið yfir botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting
9

Setjið þeytta rjómann í sprautupoka með um 1 cm sverum hringlaga stút og sprautið bústnar „doppur“ yfir allan toppinn.

10

Sigtið bökunarkakó yfir allt saman og skreytið að vild.

Súkkulaði ostakaka með krönsi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…