fbpx

Steiktur humar með blómkáli og möndlusmjöri

Dásamlegur humarréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 12 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur)
 1/4 blómkálshaus - skorinn í fjórðung
 2 falleg lauf af grænkáli - skorin/rifin
 3 msk möndluflögur
 100 g smjör
 Salt
 2 msk eplaedik
 Olía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Steikið blómkálið upp úr olíunni og kryddið með salti. Þegar blómkálið er orðið gullinbrúnt, bætið þá 1 msk af smjöri út á pönnuna og því næst ediki.

2

Setjið grænkálið út á pönnuna alveg í lok steikingar og kryddið með salti.

3

Kryddið humarhalana með salti og steikið þá upp úr olíu á snarpheitri pönnu.

4

Setjið restina af smjörinu í lítinn pott og látið það sjóða þar til freyðir.

5

Bætið þá möndlunum saman við og brúnið þær í smjörinu.

6

Berið fram heitt.


Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

DeilaTístaVista

Hráefni

 12 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur)
 1/4 blómkálshaus - skorinn í fjórðung
 2 falleg lauf af grænkáli - skorin/rifin
 3 msk möndluflögur
 100 g smjör
 Salt
 2 msk eplaedik
 Olía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Steikið blómkálið upp úr olíunni og kryddið með salti. Þegar blómkálið er orðið gullinbrúnt, bætið þá 1 msk af smjöri út á pönnuna og því næst ediki.

2

Setjið grænkálið út á pönnuna alveg í lok steikingar og kryddið með salti.

3

Kryddið humarhalana með salti og steikið þá upp úr olíu á snarpheitri pönnu.

4

Setjið restina af smjörinu í lítinn pott og látið það sjóða þar til freyðir.

5

Bætið þá möndlunum saman við og brúnið þær í smjörinu.

6

Berið fram heitt.

Steiktur humar með blómkáli og möndlusmjöri

Aðrar spennandi uppskriftir