MG_5782
MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

  ,

júlí 10, 2019

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

Hráefni

6 smjördeigs blöð

2 msk steikingar olía

100 g sveppir

4 sneiðar skinka

2 hvítlauksgeirar

200 g spínat

Salt og pipar

¼ tsk þurrkað oreganó

¼ tsk þurrkað basil

200 g Philadelphia með graslauk og púrrulauk

150 g fetaostur (án olíu)

½ dl rifinn parmesanostur

1 egg

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.

2Takið ál muffinsbakka og klæðið hvert hólf með smjörpappír.

3Skerið hvert smjördeigis blaðið í tvennt og rúllið hverjum hluta létt út. Setjið í muffinsformið, þrýstið deiginu vel ofan í hornin.

4Skerið sveppina og skinkuna niður í bita og steikið á pönnu upp úr olíu. Skerið hvítlaukinn niður og bætið út á pönnuna. Skolið spínatið og þurrkið, bætið því út á pönnuna. Steikið þar til sveppirnir eru allir mjúkir í gegn og spínatið eldað. Kryddið með salt+pipar eftir smekk og svo með basil+oreganó.

5Setjið rjómaostinn út á pönnuna, bræðið hann saman við og blandið öllu vel saman.

6Slökkvið undir pönnunni. Hellið olíunni af fetaostinum (óþarfi að henda henni samt) og setjið út á pönnuna, rífið parmesan ost út á og blandið öllu saman.

7Setjið spínatfyllinguna í smjördeigið og lokið deiginu eins og á myndunum, gott að klípa hornin aðeins saman. Hrærið eitt egg og penslið yfir deigið. Bakið í 20 mín.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.

kaka-2-e1561451844468

Marengs Hringur

Marengs kaka með Milka súkkulaði og berjum.