Virkilega bragðgóður stir fry kjúklingaréttur með stökku beikoni

Uppskrift
Hráefni
700 g Rose Poultry kjúklingalæri
1 msk sterkja (t.d. hveiti)
200 g beikon, skorið í bita
3 cm engifer, skorið þunnt langsum (eins og tannstönglar)
2 paprikur, skornar í bita
1 búnt vorlaukur, skorið í bita
1 msk Blue Bragon Minched hot chili
2 msk púðursykur
120 ml Blue dragon Dark Soy sauce
Leiðbeiningar
1
Hrærið saman sterku og eggjahvítu. Skerið kjúklingalærin í bita og veltið þeim upp úr blöndunni. Takið til hliðar og geymið.
2
Hrærið soyasósunni, púðursykri og chili mauki saman í skál.
3
Steikið beikonbitana á pönnu við háan hita og hrærið reglulega þar til þeir eru orðnir stökkir.
4
Steikið kjúklinginn og engiferið upp úr 1-2 msk af beikonfitunni.
5
Bætið því næst paprikum og vorlauk og steikið í 2-3 mínútur.
6
Bætið því næst soyasósunni saman við og eldið í um 2 mínútur eða þar til sósan er farin að þekja kjötið og grænmetið.
7
Berið fram með hrísgrjónum.
Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt
MatreiðslaKjúklingaréttir
Hráefni
700 g Rose Poultry kjúklingalæri
1 msk sterkja (t.d. hveiti)
200 g beikon, skorið í bita
3 cm engifer, skorið þunnt langsum (eins og tannstönglar)
2 paprikur, skornar í bita
1 búnt vorlaukur, skorið í bita
1 msk Blue Bragon Minched hot chili
2 msk púðursykur
120 ml Blue dragon Dark Soy sauce