fbpx

Spaghetti carbonara með parmaskinku

Einfalt og gott pasta með parmaskinku og parmesanosti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 150 g Gran Brianza Parmaskinka
 100 g Parmareggio parmesan ostur
 3 stór egg
 350 g spaghetti
 3 hvítlauksrif
 50 g smjör
 sjávarsalt og pipar

Leiðbeiningar

1

Skerið parmaskinkuna í bita.

2

Fínrífið parmesan ostinn.

3

Léttþeytið eggin saman í skál og bætið svörtum pipar saman við.

4

Hitið vatn að suðu og bætið 1 tsk af salti útí.

5

Sjóðið spaghetti þar til það er eldað

6

Takið hýðið af hvítlauknum og kremjið með hnífsblaði.

7

Hitið 50 g af smjöri á pönnu og látið parmaskinkuna og hvítlaukinn saman við. Steikið á lágum hita í um 5 mínútur og hrærið reglulega.

8

Takið eldað spaghetti og látið á pönnuna með hvítlauknum og parmaskinkunni.

9

Látið meirihlutann af rifnum parmesan saman við eggin og hrærið.

10

Takið hitann af pönnunni og hellið eggjablöndunni saman við. Lyftið pastanu upp með töngum og blandið þannig varlega saman við eggin. Þetta þarf að gera varlega og ekki má vera hiti undir pönnunni því annars verða eggin að eggjahræru.

11

Bætið nokkrum matskeiðum af pastavatninu saman við.

12

Setjið pasta á disk og stráið rifnum osti og svörum pipar saman við.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 150 g Gran Brianza Parmaskinka
 100 g Parmareggio parmesan ostur
 3 stór egg
 350 g spaghetti
 3 hvítlauksrif
 50 g smjör
 sjávarsalt og pipar

Leiðbeiningar

1

Skerið parmaskinkuna í bita.

2

Fínrífið parmesan ostinn.

3

Léttþeytið eggin saman í skál og bætið svörtum pipar saman við.

4

Hitið vatn að suðu og bætið 1 tsk af salti útí.

5

Sjóðið spaghetti þar til það er eldað

6

Takið hýðið af hvítlauknum og kremjið með hnífsblaði.

7

Hitið 50 g af smjöri á pönnu og látið parmaskinkuna og hvítlaukinn saman við. Steikið á lágum hita í um 5 mínútur og hrærið reglulega.

8

Takið eldað spaghetti og látið á pönnuna með hvítlauknum og parmaskinkunni.

9

Látið meirihlutann af rifnum parmesan saman við eggin og hrærið.

10

Takið hitann af pönnunni og hellið eggjablöndunni saman við. Lyftið pastanu upp með töngum og blandið þannig varlega saman við eggin. Þetta þarf að gera varlega og ekki má vera hiti undir pönnunni því annars verða eggin að eggjahræru.

11

Bætið nokkrum matskeiðum af pastavatninu saman við.

12

Setjið pasta á disk og stráið rifnum osti og svörum pipar saman við.

Spaghetti carbonara með parmaskinku

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Spaghetti CarbonaraHvernig væri að skella í dýrindis spaghetti carbonara sem tekur enga stund að útbúa og er dásamlega gott? Þessi uppskrift…
MYNDBAND
Kjúklingalundir á pastabeðiÞessi réttur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að blanda saman kastaníusveppum, portobello- og klassískum sveppum gefur dásamlegt bragð.