Sætkartöflusúpa með mozzarelluosti og beikoni

  

mars 23, 2020

  • Fyrir: 4

Hráefni

2 sætar kartöflur

1 msk Oscar's kjúklingakraftur

1 philadelphia rjómaostur

250 ml matreiðslurjómi

1 púrrulaukur, sneiddur

1-2 gulrætur, skornar smátt

1/2 - 1 laukur, saxaður

3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1Skerið kartöflurnar í teninga og sjóðið þannig að vatnið fljóti yfir þær.

2Takið þær úr pottinum og setjið í matvinnsluvél ásamt vatninu sem þær voru soðnar úr. Bætið við vatni eftir þörfum þar til að rétt þykkt hefur náðst (mat hvers og eins). Setjið síðan í pott ásamt kjúklingakrafti.

3Setjið olíu á pönnu og léttsteikið grænmetið. Bætið út í pottinn og hitið.

4Látið þá rjómaost og rjóma saman við og hitið við vægan hita og hrærið þar til rjómaosturinn hefur blandast vel saman við.

5Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu.

6Setjið súpuna i skálar. Toppið með t.d. mozzarellaosti og beikoni.

Þessi uppskrift er frá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu

Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.