Quesadilla með edamame- og pinto baunum

    

júní 11, 2020

Sumarlegur réttur sem ég mæli með að þið prófið.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

6 stk Mission tortillur með grillrönd (1 pkn)

6 msk Philadelphia rjómaostur

1 dl blaðlaukur, smátt skorinn

350-400 g edamame baunir

400 g pinto baunir

Ólífuolía

3 lúkur spínat

4 dl rifinn cheddar ostur

Chili flögur

Cayenne pipar

Cumin

Sýrður rjómi

Ferskur kóríander

Guacamole

3 avókadó

2 msk ferskur kóríander

Safi úr ½ lime

Salt & pipar

Chili flögur

2 tómatar, smátt skornir

1 msk rauðlaukur, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1Steikið edamame- og pinto baunir upp úr olífuolíu í 6-8 mínútur. Kryddið þær með cumin, cayenne pipar, salti og pipar.

2Smyrjið þrjár tortillur með rjómaosti og dreifið smátt skornum blaðlauk yfir þær.

3Því næst dreifið edamame- og pinto baununum yfir og svo spínati.

4Stráið rifnum cheddar osti yfir en takið frá 1 dl af ostinum. Kryddið með chili flögum eftir smekk og lokið tortillunum.

5Penslið ólífuolíu á lokuðu tortillurnar og dreifið restinni af cheddar ostinum yfir þær.

6Bakið í 8-10 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar stökkar og osturinn bráðnaður.

7Á meðan quesadilla er að bakast þá gerið þið guacamole. Blandið saman avókadó, ferskum kóríander, safa úr lime, chili flögum, salti og pipar með töfrasprota eða stappið vel saman. Því næst blandið þið tómötum og rauðlauk saman við með skeið.

8Berið réttinn fram með guacamole, sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu

Einfaldur og fljótlegur kvöldmatur í léttari kantinum

Kirsuberjatómatar á grillspjóti

Grillaðir tómatar sem henta vel með grillmatnum.

Grillaðar ostakartöflur

Fylltar ostakartöflur sem henta vel með grillmat.