Prince Polo sjeik

  ,   

júlí 13, 2020

Prince Polo sjeik sem slær alltaf í gegn.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

3 x 35 g Prince Polo (+ eitt til viðbótar í skraut)

1 líter vanilluís

200 ml nýmjólk

1 msk. Cadbury bökunarkakó

5 msk. súkkulaði íssósa

3 msk. sýróp

Þeyttur rjómi (um 150 ml)

Mini sykurpúðar, ískex og niðurskorið Prince Polo til skrauts

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að setja þrjú Prince Polo í matvinnsluvél og mauka alveg niður, leggið til hliðar.

2Hellið sýrópinu á disk/skál og dýfið kantinum á glösunum í sýrópið og því næst í Prince Polo mylsnuna (til að fá Prince Polo kant), snúið uppréttum og geymið. Restin af mylsnunni fer síðan í drykkinn sjálfan. Sprautið einnig smá súkkulaðisósu í hliðarnar og þá eru glösin tilbúin fyrir sjeikinn.

3Hrærið saman ís, mjólk, kakó og súkkulaðisósu þar til silkimjúkur súkkulaðisjeik hefur myndast. Hrærið þá restinni af Prince Polo mylsnunni saman við og skiptið niður í glösin.

4Setjið þeyttan rjóma ofan á hvert glas og skreytið að lokum með litlum sykurpúðum, Prince Polo bitum, smá súkkulaðisósu og ískexi.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Hvít Tobleronemús með jarðarberjum og lime

Sumarleg súkkulaðimús með lime og jarðarberjum.

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.