img_6389
img_6389

Prince Polo með karamellupoppi

  

september 9, 2016

Töff og einstaklega bragðgott afmælisnammi.

Hráefni

Grunnur

12 lítil Prince Polo (17,5 gr)

100 gr Milka súkkulaði hreint

Popp

1 msk olía

1 msk smjör

90 gr Orville popp baunir

1 tsk salt

Karamella

210 gr sykur

100 ml vatn

1 msk smjör

Leiðbeiningar

Popp

1Hitið olíu og smjör í potti þar til smjörið er bráðnað, bætið popp baununum saman við og blandið vel. Stillið á miðlungshita og setjið lok á pottinn.

2Hristið til nokkrum sinnum og fylgist vel með poppinu til að það brenni ekki.

3Hellið svo poppinu í skál og kryddið með salti.

Karamella

1Hitið sykur og vatn og sjóðið þar til blandan verður ljós brún, bætið smjöri saman við og hrærið vel.

2Hellið karamellunni yfir poppið og hrærið vel.

Að lokum

1Bræðið Milka súkkulaðið og setjið ofan á Prince Polo, raðið karamelluðu poppi ofan á súkkulaðið og kælið.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_3355 (Large)

Piparmyntubrúnkur

Það er eitthvað svo dásamlegt við piparmyntubragð og í bland við súkkulaði gerast einhverjir töfrar fyrir bragðlaukana.

MG_7647

Sumarlegar bollakökur

Sumarlegar bollakökur í suður evrópskum anda, sítrónu bollakökur með blóðappelsínu rjómaosta kremi.

MG_7675

Blaut kladdkaka með Geisha heslihnetu súkkulaði kremi

Þessi kaka er fullkomin hvort sem er á brunch borðið eða sem eftirréttur eftir góðan mat.