img_6389
img_6389

Prince Polo með karamellupoppi

  

september 9, 2016

Töff og einstaklega bragðgott afmælisnammi.

Hráefni

Grunnur

12 lítil Prince Polo (17,5 gr)

100 gr Milka súkkulaði hreint

Popp

1 msk olía

1 msk smjör

90 gr Orville popp baunir

1 tsk salt

Karamella

210 gr sykur

100 ml vatn

1 msk smjör

Leiðbeiningar

Popp

1Hitið olíu og smjör í potti þar til smjörið er bráðnað, bætið popp baununum saman við og blandið vel. Stillið á miðlungshita og setjið lok á pottinn.

2Hristið til nokkrum sinnum og fylgist vel með poppinu til að það brenni ekki.

3Hellið svo poppinu í skál og kryddið með salti.

Karamella

1Hitið sykur og vatn og sjóðið þar til blandan verður ljós brún, bætið smjöri saman við og hrærið vel.

2Hellið karamellunni yfir poppið og hrærið vel.

Að lokum

1Bræðið Milka súkkulaðið og setjið ofan á Prince Polo, raðið karamelluðu poppi ofan á súkkulaðið og kælið.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

toblerone-ostakaka

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Þegar Oreo, Toblerone, rjómi og hindber koma saman getur líklega lítið klikkað!

DSC06178

OREO pönnukökur

OREO pönnukökur með kerm-fyllingu og bræddu súkkulaði.

DSC06141

Dumle kaka

Súper einföld karamellu kaka með mjúkri karamellu í miðjunni.