Parmesan ýsa uppáhald allra

  

nóvember 16, 2015

Fiskur með sérstaklega ljúffengum hjúp úr parmesan smjöri.

  • Eldun: 15 mín
  • 15 mín

    15 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

800 g ýsuflök, roðflett

50 g Parmareggio parmesan ostur, rifinn

60 g smjör, mjúkt

3 msk majones

2 msk safi úr sítrónu

1 tsk basil, þurrkað

½ tsk hvítlauksduft

svartur pipar

Leiðbeiningar

1Blandið saman í skál osti, smjöri, majones og sítrónusafa. Kryddið með basil, hvítlauksdufti og svörtum pipar. Blandið vel saman og geymið.

2Raðið flökunum á olíusmurt ofnfast mót. Saltið og piprið.

3Grillið í ofni í 2-3 mínútur. Snúið síðan flökunum við og grillið á hinni hliðinni í svipaðan tíma. Takið þau næst úr ofninum og látið parmesanostablönduna yfir þá hlið sem á að snúa upp. Látið aftur inn í ofn í 2-3 mínútur. Varist að ofelda fiskinn.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.