Parmesan ýsa uppáhald allra

  

nóvember 16, 2015

Fiskur með sérstaklega ljúffengum hjúp úr parmesan smjöri.

  • Eldun: 15 mín
  • 15 mín

    15 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

800 g ýsuflök, roðflett

50 g Parmareggio parmesan ostur, rifinn

60 g smjör, mjúkt

3 msk majones

2 msk safi úr sítrónu

1 tsk basil, þurrkað

½ tsk hvítlauksduft

svartur pipar

Leiðbeiningar

1Blandið saman í skál osti, smjöri, majones og sítrónusafa. Kryddið með basil, hvítlauksdufti og svörtum pipar. Blandið vel saman og geymið.

2Raðið flökunum á olíusmurt ofnfast mót. Saltið og piprið.

3Grillið í ofni í 2-3 mínútur. Snúið síðan flökunum við og grillið á hinni hliðinni í svipaðan tíma. Takið þau næst úr ofninum og látið parmesanostablönduna yfir þá hlið sem á að snúa upp. Látið aftur inn í ofn í 2-3 mínútur. Varist að ofelda fiskinn.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!