MG_8646-819x1024
MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

  

júlí 5, 2019

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Hráefni

1 ½ dl kókosolía

2 ¼ dl púðursykur

1 dl döðlusykur frá Rapunzel

2 egg

1 tsk vanilludropar

5 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 dl grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

100 g hvítt súkkulaði

100 g dökkt súkkulaði

Leiðbeiningar

1Hrærið saman sykur og kókosolíu, bætið svo einu eggi út í í einu og hrærið vel á milli. Því næst bætiði vanilludropum út í.

2Bætið hveiti, lyftidufti, salti saman við ásamt grískri jógúrt, blandið varlega saman við.

3Skerið súkkulaðið niður í grófa bita og bætið úr í, blandið saman með sleikju.

4Setjið deigið inn í ísskáp og kælið það í 2-3 tíma eða yfir nótt, eftir því hvað hentar þér best.

5Kveikjið á ofninum og stillið á 190°C. Notið matskeið til að skammta hverja köku, mótið kúlu með lófunum og raðið á smjörpappír, passið að hafa gott bil á milli þar sem kökurnar fletjast út í ofninum. Bakið í 10-12 mín.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.

kaka-2-e1561451844468

Marengs Hringur

Marengs kaka með Milka súkkulaði og berjum.