Oreo, Toblerone og Philadelphia tríó

  

nóvember 19, 2015

Truflað tríó!

  • Fyrir: 4

Hráefni

150 g Oreo

4 msk. sérrí eða annar vökvi

200 g Philadelphia ostur

3 msk. flórsykur

150 g hreint jógúrt

225 g Toblerone, fínt hakkað

20 jarðarber

Leiðbeiningar

1Myljið Oreo og setjið í 4 skálar. Bleytið kexið með vökvanum, (ein matskeið í hverja skál).

2Þeytið saman Philadelphia ost og flórsykur, bætið jógúrti varlega saman við og setjið ofan á kexmulninginn.

3Stráið hökkuðu Toblerone súkkulaði ofan á ostakremið og raðið niðurskornum jarðaberjum þar ofan á.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jóla popp

Jólapopp með hvítu súkkulaði og piparkökum.

Konfekt marengstertu krans

Þessi konfekt marengsterta hentar fullkomlega á aðventunni.

SÚKKULAÐI “BROWNIES” MEÐ VANILLUSMJÖRKREMI

Súkkulaðikaka með vanillukremi.