OREO Crumbs rjómaís með hvítu Toblerone

  ,   

september 15, 2020

Oreo rjómaís fullur af stökku Oreo Crumbs og hvítu Toblerone. Þennan ís átt þú eftir að elska!

Hráefni

500 ml rjómi

6 eggjarauður

1 tsk vanilludropar

2 ¼ dl púðursykur

100 g hvítt Toblerone

2 dl Oreo Crumbs með kremi

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að þeyta rjóma, geymið svo rjómann á meðan eggjablandan er útbúin.

2Í aðra skál þeytið eggjrauður þar til þær eru orðnar alveg ljós gular og mynda borða sé þeytarinn tekinn upp úr og deigið látið leka í skálina.

3Bætið púðursykri út í rólega og þeytið vel saman við ásamt vanilludropum.

4Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleikju, passið að slá ekki loftið úr deiginu.

5Skerið hvíta Toblerone-ið í bita og bætið út í deigið, blandið varlega saman með sleikju.

6Setjið Oreo Crumbs út í deigið og blandið varlega saman með sleikju.

7Hellið ísnum í 30×40 cm form (eða sambærilegt) sem hefur verið klætt með smjörpappír. Lokið forminu með plasfilmu svo formið sé loftþétt.

8Frystið í u.þ.b. 12 klst eða lengur.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Dirt Cup mjólkurhristingur

Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!

Dumle karamellupopp

Gómsætt karamellupopp sem tekur enga stund að gera!