Oreo brownies

  ,

ágúst 24, 2020

Brownies með Oreo er eitthvað sem getur ekki klikkað

  • Fyrir: 24stk

Hráefni

180 g smjör, mjúkt

3 dl sykur

1/2 dl ljóst síróp

3 egg

2 tsk vanillusykur

1/2 tsk salt

1 1/2 dl Cadbury kakó

1 1/2 dl hveiti

1 pakki Oreo kex

Leiðbeiningar

1Hrærið smjöri og sykri saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu.

2Blandið þurrefnunum saman í skál og hellið svo saman við eggjablönduna.

3Setjið smjörpappír í form 24x24 og hellið deiginu þar í.

4Brjótið Oreo kexkökurnar í tvennt og þrýstið niður í deigið.

5Bakið í 200°c heitum ofni í 30 mínútur.

6Takið úr ofni og skerið í bita. Gott er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram. Stráið flórsykri yfir eða bræðið súkkulaði og setjið yfir og jafnvel mulið Oreo.

Uppskrift frá Berglindi á grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan Ólífu Pestó Snúðar… á korteri

Bragðmiklir og djúsí snúðar sem eru tilbúnir á korteri

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.