Oreo brownies

  ,

ágúst 24, 2020

Brownies með Oreo er eitthvað sem getur ekki klikkað

  • Fyrir: 24stk

Hráefni

180 g smjör, mjúkt

3 dl sykur

1/2 dl ljóst síróp

3 egg

2 tsk vanillusykur

1/2 tsk salt

1 1/2 dl Cadbury kakó

1 1/2 dl hveiti

1 pakki Oreo kex

Leiðbeiningar

1Hrærið smjöri og sykri saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu.

2Blandið þurrefnunum saman í skál og hellið svo saman við eggjablönduna.

3Setjið smjörpappír í form 24x24 og hellið deiginu þar í.

4Brjótið Oreo kexkökurnar í tvennt og þrýstið niður í deigið.

5Bakið í 200°c heitum ofni í 30 mínútur.

6Takið úr ofni og skerið í bita. Gott er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram. Stráið flórsykri yfir eða bræðið súkkulaði og setjið yfir og jafnvel mulið Oreo.

Uppskrift frá Berglindi á grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.