OREO bollur

    

febrúar 1, 2021

Gómsætar Oreo bollur með súkkulaðirjóma.

  • Fyrir: 15-18

Hráefni

Vatnsdeigsbollur

180 g smjör

360 ml vatn

200 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

3-4 egg (160 g)

Fylling

600 ml rjómi

2 msk. Cadbury bökunarkakó

120 g saxað Milka Oreo súkkulaði

Súkkulaðiglassúr og skraut

110 g brætt smjör

210 g flórsykur

2 msk. Cadbury bökunarkakó

2 tsk. vanilludropar

Oreo Crumbs með kremi

250 ml þeyttur rjómi

Lítil Oreo kex (15-18 stykki)

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

1Hitið ofninn í 180°C.

2Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og geymið.

3Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit og takið þá af hellunni.

4Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleif þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.

5Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni.

6Pískið eggin saman í skál og setjið þau saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Best er að vigta blönduna því egg eru misstór og nota aðeins 160 g henni til þess að deigið verði ekki of þunnt.

7Setjið bökunarpappír á ofnplötur og hver bolla má vera um 2 matskeiðar af deigi (ein vel kúpt matskeið).

8Bakið í 27-30 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi og þá geta þær fallið.

Fylling

1Þeytið rjóma og bökunarkakó saman.

2Vefjið Milka Oreo súkkulaði saman við súkkulaðirjómann og setjið á bollurnar.

Súkkulaðiglassúr og skraut

1Hrærið saman brætt smjör, flórsykur, bökunarkakó og vanilludropa þar til slétt og falleg súkkulaðibráð hefur myndast.

2Smyrjið á bollurnar og skreytið með Oreo Crumbs.

3Þeytið rjómann, setjið í sprautupoka og sprautið smá rjóma á hverja bollu og stingið litlu Oreokexi ofan í rjómatoppinn.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.