fbpx

Ofnbökuð ítölsk ostaídýfa

Ídýfan er frábær sem forréttur, í saumaklúbbinn eða partýið og færir okkur til Ítalíu að minnsta kosti í huganum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 kúla ferskur mozzarella, rifinn
 1 1/2 dl Parmareggio parmesaostur, rifinn
 200 g Philadelphia rjómaostur
 1 tsk ítalskt krydd
 1/2 tsk chilikrydd
 sjávarsalt
 1/2 – 1 box kirsuberjatómatar
 1 hvítlauksrif, saxað smátt
 ferskt steinselja, söxuð
 Extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1

Blandið mozzarella, parmesan, rjómaosti og kryddum saman í skál og hrærið vel. Setjið ídýfuna í ofnfast mót.

2

Látið í 200° heitan ofn og bakið í 15 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að búbbla og orðinn örlítið gylltur á lit.

3

Skerið tómata og hvítlauk niður og blandið saman. Setjið yfir ídýfuna síðustu 5 mínútur eldunartímans.

4

Takið úr ofni og hellið góðri ólífuolíu yfir allt og endið á að strá steinselju yfir.

5

Saltið og kryddið með chilíkryddi og berið fram með ristuðu baquette eða kexi.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 kúla ferskur mozzarella, rifinn
 1 1/2 dl Parmareggio parmesaostur, rifinn
 200 g Philadelphia rjómaostur
 1 tsk ítalskt krydd
 1/2 tsk chilikrydd
 sjávarsalt
 1/2 – 1 box kirsuberjatómatar
 1 hvítlauksrif, saxað smátt
 ferskt steinselja, söxuð
 Extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1

Blandið mozzarella, parmesan, rjómaosti og kryddum saman í skál og hrærið vel. Setjið ídýfuna í ofnfast mót.

2

Látið í 200° heitan ofn og bakið í 15 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að búbbla og orðinn örlítið gylltur á lit.

3

Skerið tómata og hvítlauk niður og blandið saman. Setjið yfir ídýfuna síðustu 5 mínútur eldunartímans.

4

Takið úr ofni og hellið góðri ólífuolíu yfir allt og endið á að strá steinselju yfir.

5

Saltið og kryddið með chilíkryddi og berið fram með ristuðu baquette eða kexi.

Ofnbökuð ítölsk ostaídýfa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…