IMG_1464-2
IMG_1464-2

Núðlur í hnetusmjörsósu

  

nóvember 12, 2015

Gómsætar núðlur í hnetusmjörssósu.

Hráefni

120 ml kjúklingasoð

8 g engiferrót, rifin

45 ml soyasósa, t.d. frá Blue Dragon

50 g hnetusmjör

20 ml hunang

10 g chilípaste, t.d. frá Blue Dragon

3 hvítlauksrif, pressuð

250 g eggjanúðlur, t.d. frá Blue Dragon

1 búnt vorlaukur, saxaður

30 g salthnetur, saxaðar

Leiðbeiningar

1Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.

2Setjið kjúklingasoð, engifer, soyasósu, hnetusmjör, hunang, chilímauk og hvítlauk saman í pott. Hitið þar til hnetusmjörið hefur bráðnað og blandan er orðin heit. Bætið þá núðlunum saman við og blandið vel saman. Stráið vorlauk og salthnetum yfir allt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Processed with VSCO with  preset

Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati

Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð.

PASTA-6

Partý Pasta Salatið

Þessi réttur er himnasending fyrir veisluna því hann er svo einfaldur og ódýr í innkaupum.

supa

Tómatsúpa

Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.