Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi

    

október 4, 2017

Stórkostlega bragðgóð og skemmtileg útgáfu með kjúklingi og núðlum.

Hráefni

fyrir 4-6 manns

2 msk olía

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry

1 tsk salt

2 tsk cumin (ath. ekki kúmen)

2 tsk chiliduft

1 tsk kóríander

2-3 lárviðarlauf

1/4 tsk cayenne

1 dós saxaðir tómatar (ég notaði tómata í chilísósu)

1/2- 1 dós baunir nýrnabaunir (má sleppa)

950 ml kjúklingasoð, t.d. tilbúið frá Oscar

950 ml vatn

120 g núðlur, t.d. frá Blue dragon

safi frá 1 límónu

Leiðbeiningar

1Setjið olíu í stóran pott og hitið vel. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið ásamt hvítlauk.

2Bætið salti og kryddum saman við og eldið í um eina mínútu.

3Bætið þá tómötum, baunum ef þið notið þær kjúklingasoði og vatni saman við og hitið að suðu.

4Setjið núðlurnar saman við. Hitið að suðu og stillið svo á meðalhita og látið malla í um 10 mínútur eða þar til núðlurnar eru fulleldaðar.

5Kreystið safa úr einni límónu og smakkið til með salti.

6Berið fram með sýrðum rjóma, avacadosneiðum, vorlauk, chilí og nachos svo eitthvað sé nefnt og njótið vel.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.

Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.