fbpx

Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi

Þessi réttur er stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga
 100 g ferskt spínat
 1 krukka fetaostur
 3-4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
 15 – 20 stk af Ritz kexi
 1 krukka mangó chutney

Leiðbeiningar

1

Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Látið spínatið þar yfir og fetaost ásamt olíu yfir það.

2

Skerið kjúklingabringurnar í bita og brúnið á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi og bætið mangó chutney saman við. Hellið í ofnfasta mótið og myljið síðan kex yfir allt.

3

Látið réttinn inn í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur. Eftir þann tíma setjið álpappír yfir og látið aftur inn í ofn í um 20-30 mínútur. Stingið í sætu kartöflurnar til að athuga hvort þær séu eldaðar í gegn. Ef ekki bætið þá aðeins við eldunartímann.

4

Berið fram með hrísgrjónum, góðu salati og hvítlauksbrauði.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga
 100 g ferskt spínat
 1 krukka fetaostur
 3-4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
 15 – 20 stk af Ritz kexi
 1 krukka mangó chutney

Leiðbeiningar

1

Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Látið spínatið þar yfir og fetaost ásamt olíu yfir það.

2

Skerið kjúklingabringurnar í bita og brúnið á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi og bætið mangó chutney saman við. Hellið í ofnfasta mótið og myljið síðan kex yfir allt.

3

Látið réttinn inn í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur. Eftir þann tíma setjið álpappír yfir og látið aftur inn í ofn í um 20-30 mínútur. Stingið í sætu kartöflurnar til að athuga hvort þær séu eldaðar í gegn. Ef ekki bætið þá aðeins við eldunartímann.

4

Berið fram með hrísgrjónum, góðu salati og hvítlauksbrauði.

Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi

Aðrar spennandi uppskriftir