IMG_3988
IMG_3988

Mangó chutney bleikja

  ,   ,

ágúst 17, 2016

Hér ræður einfaldleikinn ríkjum og bragðlaukarnir dansa!

  • Fyrir: 4

Hráefni

700-800 g bleikja

1 krukka Patak's sweet mango chutney

6 hvítlauksrif, söxuð smátt

2 cm engifer, saxað smátt

2 msk Blue Dragon soyasósa

Svartur pipar

Leiðbeiningar

1Blandið mangó chutney, engifer, hvítlauk og soyasósu saman í skál og piprið að eigin smekk.

2Skerið bleikjuna minni stykki og þekjið með chutney blöndunni og látið marinerast í ísskáp eins lengi og tími gefst til.

3Setjið í fiskigrind og grillið eða látið í ofnfast mót og eldið við 160°c í 10 mínútur eða þar til bleikjan er fullelduð.

4Berið fram með t.d. sætum kartöflum og salati.

Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

lAX Á ASÍSKAN MÁTA

Lax á asískan máta

Fljótlegur og ljúffengur lax.

DSC05483 (Large)

Chili rækjusalat

Sælkerasalat með risarækjum og parmesanosti.

DSC05500 (Large)

Þorskur með TABASCO® hjúp

Þorskhnakki í krydduðum brauðrasphjúp.