Mangó chutney bleikja

  ,   ,

ágúst 17, 2016

Hér ræður einfaldleikinn ríkjum og bragðlaukarnir dansa!

  • Fyrir: 4

Hráefni

700-800 g bleikja

1 krukka Patak's sweet mango chutney

6 hvítlauksrif, söxuð smátt

2 cm engifer, saxað smátt

2 msk Blue Dragon soyasósa

Svartur pipar

Leiðbeiningar

1Blandið mangó chutney, engifer, hvítlauk og soyasósu saman í skál og piprið að eigin smekk.

2Skerið bleikjuna minni stykki og þekjið með chutney blöndunni og látið marinerast í ísskáp eins lengi og tími gefst til.

3Setjið í fiskigrind og grillið eða látið í ofnfast mót og eldið við 160°c í 10 mínútur eða þar til bleikjan er fullelduð.

4Berið fram með t.d. sætum kartöflum og salati.

Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.