fbpx

Litríkt hrísgrjónasalat með dill baunabuffi og hvítlaukssósu

Þegar aðventan heilsar með öllu því sem henni fylgir finnst mér dásamlegt að geta gripið í eitthvað létt og næringarríkt. Þetta salat er einstaklega fljótlegt og einfalt og er þar að auki vegan. Baunabuffin frá Perfect Season geymast vel í frysti og engin þörf er á að affrysta þau áður. Ég skelli þeim meira að segja í airfryer-inn til þess að flýta enn meira fyrir mér. Salatið og sósan geymast vel í kæli og þetta er því einnig snilldar máltíð til að útbúa fyrirfram og taka með í nesti í vinnuna.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Salat
 1 stk dill baunabuff pakki frá Perfect Season
 1 bolli brún hýðishrísgrjón, ég notaði frá Rapunzel
 ½ stk rauðlaukur, saxaður smátt
 ½ stk rauð paprika skorin smátt
 2 stk gulrætur, skornar smátt
 ¼ bolli ristaðar kasjúhnetur
 hvítkál, skorið í strimla
 ferskt rauðkál, skorið í strimla
Hvítlaukssósa
 1 stk dós sýrður hafrarjómi, ég notaði frá Oatly
 2 stk hvítlauksrif marin,
 safi úr hálfri sítrónu
 3 msk ljóst tahini
 1 tsk hlynsíróp
 1 msk þurrkuð steinselja
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið öll hráefni saman í skál og hrærið saman. Setjið inn í kæli á meðan salatið er útbúið.

2

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.

3

Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu og setjið til hliðar.

4

Skerið grænmetið og setjið til hliðar á meðan hrísgrjónin sjóða.

5

Hitið buffin í airfryer eða steikið á pönnu. Ég tek þau beint úr frysti og set þau frosin í pottinn eða á pönnuna. Ég hitaði buffin á 200°C í 6-7 mín á airfryernum.

6

Þegar hrísgrjónin eru tilbúin eru þau sett í skál og grænmetinu og kasjúhnetum blandað saman við. Berið strax fram með því að setja salat á disk og buffin ofan á. Setjið sósu á eftir smekk.


MatreiðslaMatargerðMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

Salat
 1 stk dill baunabuff pakki frá Perfect Season
 1 bolli brún hýðishrísgrjón, ég notaði frá Rapunzel
 ½ stk rauðlaukur, saxaður smátt
 ½ stk rauð paprika skorin smátt
 2 stk gulrætur, skornar smátt
 ¼ bolli ristaðar kasjúhnetur
 hvítkál, skorið í strimla
 ferskt rauðkál, skorið í strimla
Hvítlaukssósa
 1 stk dós sýrður hafrarjómi, ég notaði frá Oatly
 2 stk hvítlauksrif marin,
 safi úr hálfri sítrónu
 3 msk ljóst tahini
 1 tsk hlynsíróp
 1 msk þurrkuð steinselja
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið öll hráefni saman í skál og hrærið saman. Setjið inn í kæli á meðan salatið er útbúið.

2

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.

3

Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu og setjið til hliðar.

4

Skerið grænmetið og setjið til hliðar á meðan hrísgrjónin sjóða.

5

Hitið buffin í airfryer eða steikið á pönnu. Ég tek þau beint úr frysti og set þau frosin í pottinn eða á pönnuna. Ég hitaði buffin á 200°C í 6-7 mín á airfryernum.

6

Þegar hrísgrjónin eru tilbúin eru þau sett í skál og grænmetinu og kasjúhnetum blandað saman við. Berið strax fram með því að setja salat á disk og buffin ofan á. Setjið sósu á eftir smekk.

Litríkt hrísgrjónasalat með dill baunabuffi og hvítlaukssósu

Aðrar spennandi uppskriftir