Laxa ceviche með mangó, avacado og kóríander

  ,   

júlí 1, 2019

Frábært laxa ceviche.

  • Fyrir: 4

Hráefni

600 g lax, úrbeinaður og roðflettur

safi úr 1 sítrónu

börkur af 1/2 sítrónu

börkur af 1/2 appelsínu

1 tsk tamarí sósa

1 tsk sesamolía, frá Blue dragon

1 avacado

1 mangó

2-3 vorlaukar

1 rauð paprika

1/2-1 chilí

handfylli af fersku kóríander

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Skerið laxinn í litla bita.

2Setjið sítrónusafa, sítrónu- og appelsbörk, tamarín sósu og olíu saman í skál og hrærið saman. Hellið yfir laxinn og setjið í ísskáp í 6 tíma eða lengur og látið fiskinn eldast upp úr vökvanum.

3Skerið avakadó, mangó, vorlauk og papriku smátt.

4Saxið chilí smátt og kóríander gróflega.

5Blandið öllu saman í skál og látið í kæli í 30 mínútur áður en þetta er borið fram.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.