Korma vefjur með lambi og jógúrtsósu

    

júní 1, 2021

Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt.

Hráefni

500g lambakjöt í bitum

hálf krukka Korma paste frá Patak's

1-2 dl Korma sósa frá Patak's

1/2 tsk sjávarsalt (má sleppa)

6 vefjur með grillrönd, ég notaði Mission

Lambhagasalat

Rauð paprika í strimlum

Agúrka í strimlum

Kókosflögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1Snyrtið kjötið og setjið í glerskál. Setjið korma paste saman við og blandið. Það er gott að leyfa kjötinu að marinerast í að minnsta kosti 30 mín en má sleppa ef tíminn er naumur.

2Hitið pönnu vel og setjið kjötið út á, steikið bitana á öllum hliðum og þegar þeir eru farnir að brúnast vel bætið þá Korma sósunni saman við. Látið kjötið malla í nokkrar mínútur og leyfið sósunni að sjóða vel niður.

3Gott er að skera grænmetið á meðan kjötið mallar og útbúið sósuna.

4Hitið kökurnar, mér finnst best að gera það á pönnu eða ef ég er með marga í mat set ég tortilla bunkann í álpappír og passa að hann þekji allt. Hita þær svo þannig í ofni í 10 mín ca.

5Samsetning: Setjið jógúrtsósu neðst. Kál, korma lamb, grænmeti, meira af jógúrtsósu og kókosflögur og svo vef ég þessu saman.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Nauta rib-eye með Tabasco chimichurri

Draumur sælkerans, nautakjöt með heimagerðu chimichurri sem leikur við bragðlaukanna.

BBQ svínarif betri en á veitingahúsum

Heimagerð BBQ grísarif með bragðmikilli sósu.

Nauta tataki

Sælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.