Klúbb vefja

  , ,   

júlí 5, 2019

Þessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur.

Hráefni

Mission vefjur með grillrönd

Heinz majónes

Heinz milt gult sinnep

Beikon (má sleppa)

Kalkúna álegg

Ostur

Sveppir

1 hvítlauksgeiri

Filippo Berio ólífu olía

Ferkst salat

Gúrka

Tómatur

Leiðbeiningar

1Steikið beikonið eða bakið í ofni þar til það er tilbúið.

2Skerið sveppina og steikið upp úr olíu þar til þeir eru nánast tilbúnir. Rífið hvítlaukinn niður og bætið á pönnuna, steikið í 1-2 mín og takið svo af pönnunni.

3Setjið kalkúna áleggið á pönnuna og bætið ost sneiðum á áleggið, hitið þar til osturinn er bráðnaður.

4Smyrjið veglegu magni af majónesi á vefjurnar og svolítið af sinnepi. Raðið salatinu fyrst og svo beikoni, kalkúna álegginu og sveppunum á vefjurnar. Skerið gúrkuna og tómatana í bita og raðið ofan á, lokið vefjunum og festið saman með tannstöngli eða einhverju álíka.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Klístraðir mango chutney kjúklingavængir

Ótrúlega góðir klístraðir kjúklingabitar, tilvalið í kvöldmatinn eða partýið

Rjómaostafyllt kjúklingalæri með parmaskinku

Dásamlegur kjúklingaréttur með rjómaostafyllingu

Suðræn grillspjót

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu