Kjúklingur í satay með hrísgrjónum og naan brauði

    

júlí 30, 2020

Gratíneraður satay kjúklingur sem leikur við bragðlaukana.

Hráefni

900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur

1 msk Filippo Berio olía til steikingar

2 tsk Oscar kjúklingakraftur

Salt og pipar

1 Krukka Satay sósa frá Blue Dragon

1 dl Sweet Chilli sósa frá Blue Dragon

1 dl gróft muldar kasjúhnetur

3 stk Lime

½ gúrka

1 poki rifin mozarella ostur

Graslaukur eða púrrulaukur (má sleppa)

Meðlæti:

3 pokar Tilda Basmati hrísgrjón. (Gott að hræra saman við þau 1 tsk hænsnakraft og smjör útí þau þegar þau eru tilbúin)

1 pakki Patak´s Naan brauð

Leiðbeiningar

1Hitið ofnin í 200 gráður.

2Skerið kjúklingabringurnar niður í smá bita.

3Hitið pönnu með Filippo Berio olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.

4Setjið krukku af Blue Dragon Satay sósu útá pönnuna ásamt Blue Dragon Sweet Chilli sósu og hrærið vel saman.

5Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.

6Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur)

7Skerið niður gúrku, graslauk og lime.

8Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin.

9Þegar rétturinn er tibúin, stáið þá kasjúhnetum og graslauk yfir. (má sleppa).

10Berið fram með grjónum, grúrku og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.

Uppskrift eftir Heidi Ola.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí rjómapasta á grillinu

Rjómalagað pasta með grilluðum kjúkling

Fylltar krönsí kjúklingabringur með chili og sítrónu

Gómsæt og haustleg uppskrift, fylltar kjúklingabringur með rjómaosti, chili og sítrónu bornar fram með kartöflubátum og hvítlaukssósu.

Marakóskur kjúklingaréttur með blönduðu grænmeti

Þessi marakóski kjúklingaréttur er litríkur, fallegur og hreinlega leikur við bragðlaukana.