kjúklingasúpa
kjúklingasúpa

Kjúklingasúpa með karrí, eplum og ananas

  ,

nóvember 20, 2015

Sérlega góð kjúklingasúpa.

Hráefni

ca 700 g kjúklingur (lundir, bringur eða úrbeinuð læri), skorinn í litla bita

smjör til steikingar

salt og pipar

1 msk karrí

1 meðalstór rauðlaukur, saxaður fínt

1 stórt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í litla bita

lítil dós ananashringir (227 gramma dós), skornir í litla bita + safinn

1/2 -1 rauður chili pipar, saxaður fínt (gott að prófa sig áfram með magnið, chili piparinn getur verið misstór og missterkur)

1 dós niðursoðnir tómatar (411 g – ég notaði frá Hunts með basilku, hvítlauk og oregano)

1 dós kókosmjólki (400 ml)

2-3 dl rjómi

1 msk + 1/2 msk kjúklingakraftur

ferskt kóríander, saxaður(má sleppa)

sýrður rjómi til að bera fram með súpunni

Leiðbeiningar

1Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og steiktur upp úr smjöri á pönnu. Á meðan hann er steiktur er 1/2 msk af kjúklingakrafti dreift yfir kjúklinginn. Hann er svo steiktur þar til hann hefur náð góðum steikingalit. Þá er hann tekinn af pönnunni og settur til hliðar.

2Smjör og/eða olía er set í stóran pott. Eplabitar, ananasbitar, laukur, karrí og chili pipar sett út í pottinn og steikt á meðlahita þar til laukurinn er orðin mjúkur. Þá er tómötum í dós, kókosmjólk, ananassafanum og rjóma ásamt 1 msk af kjúklingakrafti bætt út í og súpan látin malla í 10 mínútur.

3Í lokinn er kjúklingnum bætt út og súpan smökkuð til með salti og pipar (og jafnvel chilidufti eða flögum fyrir þá sem vilja sterkari súpu). Súpan er borin fram með ferskum kóríander og sýrðum rjóma. Ekki er verra að bera fram með súpunni nýbakað Naanbrauð!

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_9120

Klúbb vefja

Þessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur.

IMG_1433-2-1170x789

Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur?

2019.06.PAZ2

BBQ Twister með piparmajó

Heimagerður twister - súper stökkur og góður