Kjúklingasúpa með núðlum

  ,

nóvember 16, 2015

Ljúffeng kjúklingasúpa með núðlum.

Hráefni

700 gr. Úrbeinuð kjúklingalæri (Rose Poultry) skorin í bita

2 msk. Olía (Wesson)

400 gr. Tómatar í dós (Hunts)

2 tsk. Rautt Chilli mauk (Blue dragon)

2 tsk. Tómat paste (Hunts)

¼ blaðlaukur smátt skorinn

5 stk. Tómatar smátt skornir

3 stk. Hvítlauksrif

3 msk. Soya sósa (Blue Dragon)

1 L vatn

2 msk. Kjúklingakraftur (Oscar Fond)

1 tsk. Grænmetiskraftur (Oscar)

Salt og pipar

150 gr. Heilhveiti núðlur (Blue Dragon)

½ Hvítlauksostur

Leiðbeiningar

1Hitið olíu í stórum potti

2Steikið blaðlauk, hvítlauk og tómata

3Bætið tómat paste út í

4Bætið maukuðum tómötum og chilli mauk út í og sjóðið í nokkrar mínútur

5Bætið vatni og krafti út í og látið suðuna koma upp

6Maukið með töfrasprota

7Bætið kjúklingnum út í og látið malla í 10-15 mínútur

8Sjóðið núðlurnar í 4 mínútur í vatni, sigtið og bætið út í súpuna

9Smakkið súpuna til með soya og salti og pipar

10Skerið hvítlauksostinn í þunnar sneiðar og berið fram með súpunni

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.

Kormakjúklingur

Heill kjúklingur í indverskri korma marineringu.

Tælenskur basilkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.