fbpx

Kjúklingaréttur með krömdum ólífum, steinselju og hvítlauk

Þarna hefur enn einn stórgóði kjuklingarétturinn bæst í hópinn!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g kjúklingalæri, frá Rose Poultry
 1-2 tsk turmeric
 5 msk ólífuolía extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
 salt og pipar
 60 ml hvítvínsedik
 1 krukka grænar ólífur, steinlausar
 1/2 búnt fersk steinselja
 2 hvítlauksrif
 2 msk hvítvín (eða sítrónusafa)

Leiðbeiningar

1

Setjið lærin í ofnfast mót og kryddið með turmeric, salti og pipar og dreypið olíu yfir.

2

Hellið síðan ediki yfir kjúklingalærin og látið inn í 200°c heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til þau eru gyllt á lit og elduð í gegn.

3

Á meðan kjúklingurinn er í ofninum kremjið ólífurnar lítillega, pressið hvítlaukinn og saxið steinseljuna. Blandið öllu saman í skál ásamt hvítvíni (eða sítrónusafa) og kryddið með salti og pipar.

4

Takið kjúklinginn úr ofninum og setjið á disk. Látið ólífublönduna í ofnfasta mótið sem kjúklingurinn var á og blandið vökvanum sem kom af kjúklingnum saman við ólífumaukið. Hellið yfir kjúklinginn og berið strax fram.


GRGS uppskrift.

DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g kjúklingalæri, frá Rose Poultry
 1-2 tsk turmeric
 5 msk ólífuolía extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
 salt og pipar
 60 ml hvítvínsedik
 1 krukka grænar ólífur, steinlausar
 1/2 búnt fersk steinselja
 2 hvítlauksrif
 2 msk hvítvín (eða sítrónusafa)

Leiðbeiningar

1

Setjið lærin í ofnfast mót og kryddið með turmeric, salti og pipar og dreypið olíu yfir.

2

Hellið síðan ediki yfir kjúklingalærin og látið inn í 200°c heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til þau eru gyllt á lit og elduð í gegn.

3

Á meðan kjúklingurinn er í ofninum kremjið ólífurnar lítillega, pressið hvítlaukinn og saxið steinseljuna. Blandið öllu saman í skál ásamt hvítvíni (eða sítrónusafa) og kryddið með salti og pipar.

4

Takið kjúklinginn úr ofninum og setjið á disk. Látið ólífublönduna í ofnfasta mótið sem kjúklingurinn var á og blandið vökvanum sem kom af kjúklingnum saman við ólífumaukið. Hellið yfir kjúklinginn og berið strax fram.

Kjúklingaréttur með krömdum ólífum, steinselju og hvítlauk

Aðrar spennandi uppskriftir