Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

    

apríl 9, 2021

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

  • Fyrir: 4

Hráefni

8 kartöflur

4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

1/2 brokkolí

3-4 hvítlauksrif

1 rauð paprika

1/2 púrrulaukur

100 g mozzarellaostur, rifinn

3 dl rjómi

1 msk maizenamjöl

70 g tómatpúrra

2 tsk sykur

1 dl sýrður rjómi

1 tsk paprikukrydd (fyrir kjúklinginn)

1 tsk salt (fyrir kjúklinginn)

1 tsk cayenne pipar

2 msk balsamik edik

Leiðbeiningar

1Skerið kartöflunar í bita og látið í ofnfast mót. Hellið olíu yfir, saltið og piprið. Látið í 200°c heitan ofn í 20-30 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast.

2Skerið kjúklinginn í litla bita og kryddið með paprikukryddi og salti. Brúnið á pönnu. Látið kjúklinginn yfir kartöflunar.

3Skerið grænmetið niður og steikið á pönnu. Bætið tómatpúrru og sykri saman við.

4Hitið rjóma, maizenamjöl, sýrðan rjóma, cayenne pipar og balsamik edik í potti við vægan hita. Þegar allt hefur blandast saman hellið yfir grænmetið og blandið vel saman við vægan hita. Smakkið til með salti. Hellið yfir kjúklinginn og stráið mozzarellaosti yfir allt.

5Látið í 200°c heitan ofn í 30 mínútur. Gott er að hafa álpappír yfir í 15 mínútur svo osturinn brenni ekki.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauði

Mildur og bragðgóður réttur sem hentar öllum.

Buffaló fröllur

Ég hef áður dásamað við ykkur „Waffle fries“ og hér eru þær komnar á næsta „level“ með buffaló kjúklingi, algjör snilld!

Brie kjúklingur með stökkri parmaskinku

Parma­skink­an og brieost­ur­inn með kjúk­lingn­um er blanda sem get­ur ekki klikkað!