IMG_9955
IMG_9955

Kjúklingaréttur með beikoni og sveppum í parmesanrjómasósu

    

júlí 20, 2018

Fljótlegur og geggjaður kjúklingaréttur sem slær í gegn.

  • Fyrir: 4

Hráefni

8 sneiðar beikon

900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry

smjör

1 laukur

300 g sveppir

1 dós 5% sýrður rjómi

1 dl rjómi

2 msk tómatpúrra

1 dl parmesan, rifinn

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Steikið beikon á pönnu. Takið af pönnunni og leggið á eldhúspappír. Geymið.

2Skerið kjúklinginn í minni bita. Hitið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn. Saltið og piprið. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót.

3Skerið laukinn í helming og síðan hvor helming í þunnar sneiðar.

4Skerið sveppina niður og steikið með lauknum. Hellið sýrðum rjóma, rjóma og tómatmauki saman við og hitið að suðu. Takið þá af hitanum og bætið parmesanostinum saman við. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og setjið beikonbita yfir allt.

5Hitið í 225°heitum ofni í 15 mínútur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05923

Beikon kjúklingabringur

Kjúklingaréttur með chili-rjómasósu og beikoni.

DSC05964

Kjúklingabringa í Parmaskinku

Ítölsk sælkera kjúklingabringa.

DSC05969

Butter Chicken

Æðislegur og einfaldur Butter Chicken.