IMG_4467
IMG_4467

Beikonvafin kjúklingabringa með skemmtilegri BBQ sósu

  

apríl 12, 2016

Beikonvafnar kjúklingabringur fylltar með rjómaosti og döðlum bornar fram með skemmtilegri BBQ sósu.

Hráefni

Kjúklingabringan

700 gr kjúklingabringur (Rose Poultry)

20 sneiðar beikon

20 stk döðlur

100 gr Philadelphia rjómaostur

Salt og pipar

BBQ dressing

100 gr rjómaostur (Philadelphia)

2 msk sýrður rjómi

4 msk honey hickory BBQ (Hunt's)

2 stk sítrónusafi

Salt og pipar

Leiðbeiningar

Kjúklingabringan

1Skerið í döðlurnar og fyllið þær með rjómaosti. (Fjarlægið stein ef hann er)

2Skerið 4 djúpar rákir í kjúklingabringurnar og kryddið með salti og pipar, stingið rjómaostadöðlum í rákirnar.

3Raðið 4 sneiðum af beikoni saman, leggið kjúklingabringu á og rúllið beikoninu þétt utan um.

4Hitið pönnu og steikið á hvorri hlið í 4-5 mínútur.

5Eldið í ofni við 180 gráður í 10 -15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

BBQ dressing

1Öllu hrært saman og smakkið til með salti og pipar.

2Berið fram með salti og híðishrísgrjónum.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_9120

Klúbb vefja

Þessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur.

IMG_1433-2-1170x789

Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur?

2019.06.PAZ2

BBQ Twister með piparmajó

Heimagerður twister - súper stökkur og góður