Jarðaberjabaka með karamellufylltu súkkulaði

  ,   

júní 11, 2020

Ég mæli með að útbúa hana í bústaðarferðunum í sumar þar sem hún er svo einföld.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

300 g jarðarber

100 g smjör við stofuhita

100 g sykur

100 g hveiti

Milka með toffee creme

Leiðbeiningar

1Skerið jarðaberin í tvennt, leggið þau í eldfast mót.

2Blandið saman með höndunum smjöri, sykri og hveiti.

3Dreifið deiginu yfir jarðarberin og að lokum Milka súkkulaðinu yfir deigið.

4Bakið við 190°C í ca. 40 mínútur.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.