Jarðaberjabaka með karamellufylltu súkkulaði

  ,   

júní 11, 2020

Ég mæli með að útbúa hana í bústaðarferðunum í sumar þar sem hún er svo einföld.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

300 g jarðarber

100 g smjör við stofuhita

100 g sykur

100 g hveiti

Milka með toffee creme

Leiðbeiningar

1Skerið jarðaberin í tvennt, leggið þau í eldfast mót.

2Blandið saman með höndunum smjöri, sykri og hveiti.

3Dreifið deiginu yfir jarðarberin og að lokum Milka súkkulaðinu yfir deigið.

4Bakið við 190°C í ca. 40 mínútur.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bökuð Brownie Turtle ostakaka

Afar einföld brownie ostakaka sem er best köld

Einföld appelsínukaka

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.

Bollakökur með Daim

Bollakökurnar innihalda daim og kremið inniheldur rjómaost og brætt Daim. Sannkölluð Daim bomba!