Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

  , ,   

maí 5, 2020

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Hráefni

U.þ.b. 500 g nautahakk

1 eggjarauða

BBQ kryddblanda

Hamborgarabrauð

100 g Philadelphia rjómaostur

100 g rifinn mozzarella ostur

½ dl niðursoðinn jalapenó, skorinn smátt niður

Heinz BBQ sósa Sweet Barbecue

Grænmeti eftir smekk (ég notaði salat, buff tómata og rauða papriku)

Majónes frá Heinz

Leiðbeiningar

1Setjið nautahakkið í skál, setjið eina eggjarauðu út í ásamt u.þ.b. 1 tsk af bbq kryddblöndunni, hnoðið vel saman með höndunum þar til það er orðið þétt og hægt að móta það vel án þess að það detti í sundur. Skiptið hakkinu í 8 hluta (mér finnst best að vigta allt hakkið í einu, deila þyngdinni í 8 hluta og vigta svo rétt magn í hvern hluta, þannig verða hamborgaranir allir jafn stórir).

2Fletið hvern hluta af hakkinu annað hvort með hamborgarapressu eða með höndunum þannig að þeir eru u.þ.b. 11-12 cm í þvermál (a.t.h. hvert hamborgarakjöt verður mjög þunnt).

3Blandið saman í skál philadelphia, rifnum mosarella og jalapenó. Takið u.þ.b. 1 msk af ostablöndunni og setjið í miðjuna á 4 hamborgarakjötum. Takið hina sem eru ekki með osti á og leggið ofan á þá sem eru með osti, passið að kjötið rifni ekki og klessið örlítið saman meðfram hliðunum.

4Grillið hamborgarakjötið á grilli þar til þeir eru eldaðir í gegn, penslið með BBQ sósu seinustu mínúturnar sem þeir eru á grillinu og leyfið sósunni aðeins að taka sig.

5Setjið hamborgarabrauðin á grillið og grillið í u.þ.b. 1 mín á hvorri hlið (fylgist mjög vel með svo þau brenni ekki).

6Smyrjið hamborgarabrauðin með majónesi, setjið grænmetið á ásamt kjötinu, berið fram með meiri bbq sósu og frönskum.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Svartbaunaborgari með fetaosti og sriracha jógúrtsósu

Sælkeraborgari fyrir grænkera.

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Stökkur nachos kjúklingaborgari

Geggjaður kjúklingaborgari