Hoisin núðlur með kjúklingi, chili og kóríander

    

júlí 22, 2019

Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni.

  • Fyrir: 4-5

Hráefni

1/2 bolli hoisin sósa frá Blue dragon

2 msk olía

1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon

2 msk sojasósa frá Blue dragon

2 msk fínt saxað ferskt engifer

2 gulrætur skornar í strimla

500g kjúklingabringur frá Rose Poultry

1 pk eggjanúðlur frá Blue dragon

1 paprika skorin í litla strimla

1/2 blaðlaukur skorinn í sneiðar

1 rautt chili skorið í bita

Leiðbeiningar

1Setjið saman hráefnið í marineringuna og skerið kjúklinginn í litla bita. Marinerið kjúklinginn í leginum í 30 mín.

2Saxið grænmeti og léttsteikið, takið til hliðar

3Setjið kjúklinginn ásamt marineringunni á heita pönnu og steikið þar til hann er gegnumsteiktur

4Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum, tekur ekki nema 4-5 mín.

5Blandið saman kjúklingnum og grænmeti. Setijð núðlurnar í skál og hellið af pönnunni yfir. Berið fram með chili, ferskum kóríander ef hann er til og jafnvel nokkrum hnetum ef þið eigið.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Maarud kjúklingaréttur með rösti, beikon og löðrandi í ostum

Þessi réttur er bara blanda af því besta, tilvalin partýréttur, í saumaklúbbinn eða sem helgarréttur fyrir fjölskylduna