Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði

  ,   

nóvember 16, 2020

Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá.

Hráefni

3/4 bolli bragðlaus kókosolía frá Rapunzel

3/4 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel

1/2 tsk lífrænt vanilluduft

1 bolli lífrænt hveiti

1/2 bolli hafrar fínir frá Rapunzel

1/2 bolli hafrar grófir frá Rapunzel

1 tsk matarsódi

1/2 tsk sjávarsalt

2 stk karamellusúkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Bræðið kókosolíuna yfir vægum hita í meðalstórum potti. Bætið við hrásykri og vanillu og hrærið.

2Setjið hveiti, haframjöl, salt og matarsóda út í pottinn og hrærið með sleif þar til deigið er samfellt.

3Saxið súkkulaðið smátt.

4Setjið bökunarpappír í 20x20cm form og dreifið helmingnum af deiginu í botninn. Þjappið aðeins. Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir og setjið svo hinn helminginn af deiginu yfir.

5Bakið í 25 mín. Kælið alveg áður en kakan er skorin í bita.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.