Heimsins besta Wok með nautakjöti og núðlum

  

nóvember 10, 2020

Fljótlegur Wok réttur sem klikkar ekki

Hráefni

600 g nautakjöt, skorið í þunnar sneiðar

3 gulrætur, skornar í strimla

8 vorlaukar, sneiddir

60 ml nautasoð frá Oscar

2 msk soyasósa frá Blue dragon

2 msk hunang

1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon

1/2 msk hvítlaukur, pressaður

2 tsk sesamolía frá Blue dragon

1 tsk engifer, rifið

1/2 tsk chilíflögur

2 msk olía til steikingar

Marinering

2 tsk hvítlaukur, pressaður

1 msk ferskt engifer, rifið

2 msk soyasósa frá Blue dragon

1 msk hvítvínsedik

1 msk sesamolía

1 msk sesamfræ

1/4 tsk svartur pipar

Blandið öllum hráefnum saman í skál.

Leiðbeiningar

1Gerið marineringuna og setjið kjötið saman við. Marinerið í 15-30 mínútur.

2Hitið 1 msk af olíu við meðahita. Takið kjötið úr marineringunni og steikið á pönnunni í 2 mínútur. Takið af pönnunni og setjið á disk.

3Látið 1 msk af olíu á sömu pönnu. Steikið grænmetið í 2-3 mínútur eða þar til það er farið að mýkjast.

4Setjið soyasósu, hunang, hrísgrjónaedik, hvítlauk, sesamolíu, engifer og chilí saman í skál. Bætið sósunni og kjötinu saman við grænmetið og hitið þar til sósan hefur þykknað.

5Bætið soðnum núðlum saman við og berið fram.

Uppskrift frá Berglindi á grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.

Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum

Það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu jógúrti.

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.