Hátíðar Irish Coffee

Það er eitthvað svo notalegt að fá sér heitan og ljúffengan drykk í skammdeginu þegar farið er að kólna úti. Irish coffee er þá sannarlega viðeigandi. Hér kemur uppskrift að slíkum drykk í hátíðarbúningi þar sem notað er Fireball whiskey líkjör með heitu kanilbragði sem gerir drykkinn svo einstaklega ljúfan.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 6 cl Fireball líkjör
 250 ml kaffi
 2 tsk púðursykur
 Rjómi
 súkkulaðispænir
 kanill

Leiðbeiningar

1

Blandið saman púðursykri og kaffi í glas. Hrærið saman þar til púðursykurinn er uppleystur.

2

Hellið Fireball whiskey útí og hrærið saman.

3

Léttþeytið rjóma. Mér finnst gott að hann sé léttur og froðukenndur.

4

Setjið 2-3 msk af rjómanum ofan á drykkinn og stráið súkkulaðispæni og kanil yfir. Njótið vel.


SharePostSave

Hráefni

 6 cl Fireball líkjör
 250 ml kaffi
 2 tsk púðursykur
 Rjómi
 súkkulaðispænir
 kanill
Hátíðar Irish Coffee

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Jarðarberja- og basil margaritaÞetta er klárlega sumarkokteillinn í ár!  Ferskur, litríkur og ómótstæðilega góður drykkur.. Fullkominn í sumarsólinni, í garðpartíum eða á björtum…
blank
MYNDBAND
MargaritaMargarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita…