fbpx

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu

Sælkera kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu og meðlæti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu
 1 kíló Ekro kálfa ribeye
 1-2 msk smjör
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 salt & nýmalaður svartur pipar
 plastfilma
Rauðvínssósa
 2-3 stórir skarlottulaukar, saxaðir smátt
 250 g sveppir, skornir í sneiðar
 1 msk smjör
 4 dl rauðvín
 500 ml nautasoð úr Oscar nautakrafti
 100 g Philadelphia rjómaostur
 salt og pipar
Ofnbakaðar kryddjurtakartöflur
 1 kíló meðalstórar kartöflur (af svipaðri stærð)
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 1 msk smjör
 ca. 15 g fersk basilika
 ca. 15 g fersk flatblaða steinselja
 maldon salt og nýmalaður pipar
Steikt spergilkál og kúrbítur með spínati
 1 msk Filippo Berio óífuolía
 1 msk smjör
 500 g spergilkál
 1 meðalstór kúrbítur
 1 gulur laukur
 2 hvítlauksrif
 200 g spínat
 salt og pipar
 chili flögur

Leiðbeiningar

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu
1

Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp, snyrt við þörfum og látið ná stofuhita. 1 msk ólífuolía og 1 msk smjör er sett á pönnu og látið hitna vel. Þá er kjötið kryddað með pipar og steikt við háan hita í ca. 2 mínútur á öllum hliðum. Því næst er það látið kólna í um það bil 5-10 mínútur. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita. Nú er kjötinu vafið þétt inn í plastfilmu nokkra vafninga. Kjötmæli er stungið í kjötið (í gegnum plastið) og það sett inn í 60 gráðu heitan ofn í um það bil 3 ½ - 4 tíma eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 60 gráðum (það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að setja plastið inn í ofn því það hvarfast engin efni úr því við 60 gráðu hita). Skarlottulaukurinn er steiktur í 2-3 mínútur á sömu pönnu og kjötið var steikt á, smjöri bætt við ef þarf. Svo er sveppunum bætt út á pönnuna ásamt 1 msk af smjöri, kryddað með salti og pipar eftir smekk og steikt í nokkrar mínútur til viðbótar. Rauðvíninu er þá hellt út á pönnuna og sósan látin malla þar til hún hefur soðið niður allavega um 2/3. Því næst er nautasoðinu bætt út á pönnuna og sósan látin malla þar til hún fer að þykkjast. Að lokum er rjómaosti bætt út í og sósan krydduð meira ef með þarf.

2

Þegar kjötið hefur náð 60 gráðu kjarnhita er það tekið út úr ofninum, plastið tekið af og kjötið steikt örstutta stund upp úr smjöri og ólífuolíu á heitri pönnu á öllum hliðum, kryddað með salti og meiri pipar ef með þarf. Að lokum er kjötið látið hvíla undir álpappír í minnst 15 mínútur áður en það er skorið niður. Óhætt er að láta kjötið bíða í klukkustund undir álpappír og handklæði.

3

Borið fram með rauðvínssósu, ofnbökuðum kryddjurtakartöflum og steiktri grænmetisblöndu.

Ofnbakaðar kryddjurtakartöflur
4

Ofn hitaður í 220 gráður við undir- og yfirhita. Kartöflurnar eru þvegnar, þerraðar og skornar í tvennt. Þá er þeim velt upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Ofnplata smurð með smjöri og kartöflunum raðað á plötuna með skornu hliðina niður. Því næst eru þær hitaðar í ofni í 25-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn og hafa tekið góðan lit. Á meðan er basilika og steinselja söxuð smátt og sett í skál ásamt 1 matskeið af smjöri. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum eru þær strax settar í skálina og blandað vel saman við smjörið og kryddjurtirnar. Kryddað með salti og pipar eftir smekk.

Steikt spergilkál og kúrbítur með spínati
5

Spergilkálið er skorið niður í bita ásamt kúrbítnum. Laukurinn skorin í litla bita og hvítlaukur saxaður fínt. Panna hituð með smjöri og olíu. Kúrbítur, spergilkál, hvítlaukur og laukur steikt á pönnunni við meðalhita í um það bil 10 mínútur þar til að grænmetið er orðið mjúkt. Kryddað með salti, pipar og chili flögum. Þegar um það bil 1 mínúta er eftir af steikingartímanum er spínatinu bætt út í.

DeilaTístaVista

Hráefni

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu
 1 kíló Ekro kálfa ribeye
 1-2 msk smjör
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 salt & nýmalaður svartur pipar
 plastfilma
Rauðvínssósa
 2-3 stórir skarlottulaukar, saxaðir smátt
 250 g sveppir, skornir í sneiðar
 1 msk smjör
 4 dl rauðvín
 500 ml nautasoð úr Oscar nautakrafti
 100 g Philadelphia rjómaostur
 salt og pipar
Ofnbakaðar kryddjurtakartöflur
 1 kíló meðalstórar kartöflur (af svipaðri stærð)
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 1 msk smjör
 ca. 15 g fersk basilika
 ca. 15 g fersk flatblaða steinselja
 maldon salt og nýmalaður pipar
Steikt spergilkál og kúrbítur með spínati
 1 msk Filippo Berio óífuolía
 1 msk smjör
 500 g spergilkál
 1 meðalstór kúrbítur
 1 gulur laukur
 2 hvítlauksrif
 200 g spínat
 salt og pipar
 chili flögur

Leiðbeiningar

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu
1

Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp, snyrt við þörfum og látið ná stofuhita. 1 msk ólífuolía og 1 msk smjör er sett á pönnu og látið hitna vel. Þá er kjötið kryddað með pipar og steikt við háan hita í ca. 2 mínútur á öllum hliðum. Því næst er það látið kólna í um það bil 5-10 mínútur. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita. Nú er kjötinu vafið þétt inn í plastfilmu nokkra vafninga. Kjötmæli er stungið í kjötið (í gegnum plastið) og það sett inn í 60 gráðu heitan ofn í um það bil 3 ½ - 4 tíma eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 60 gráðum (það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að setja plastið inn í ofn því það hvarfast engin efni úr því við 60 gráðu hita). Skarlottulaukurinn er steiktur í 2-3 mínútur á sömu pönnu og kjötið var steikt á, smjöri bætt við ef þarf. Svo er sveppunum bætt út á pönnuna ásamt 1 msk af smjöri, kryddað með salti og pipar eftir smekk og steikt í nokkrar mínútur til viðbótar. Rauðvíninu er þá hellt út á pönnuna og sósan látin malla þar til hún hefur soðið niður allavega um 2/3. Því næst er nautasoðinu bætt út á pönnuna og sósan látin malla þar til hún fer að þykkjast. Að lokum er rjómaosti bætt út í og sósan krydduð meira ef með þarf.

2

Þegar kjötið hefur náð 60 gráðu kjarnhita er það tekið út úr ofninum, plastið tekið af og kjötið steikt örstutta stund upp úr smjöri og ólífuolíu á heitri pönnu á öllum hliðum, kryddað með salti og meiri pipar ef með þarf. Að lokum er kjötið látið hvíla undir álpappír í minnst 15 mínútur áður en það er skorið niður. Óhætt er að láta kjötið bíða í klukkustund undir álpappír og handklæði.

3

Borið fram með rauðvínssósu, ofnbökuðum kryddjurtakartöflum og steiktri grænmetisblöndu.

Ofnbakaðar kryddjurtakartöflur
4

Ofn hitaður í 220 gráður við undir- og yfirhita. Kartöflurnar eru þvegnar, þerraðar og skornar í tvennt. Þá er þeim velt upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Ofnplata smurð með smjöri og kartöflunum raðað á plötuna með skornu hliðina niður. Því næst eru þær hitaðar í ofni í 25-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn og hafa tekið góðan lit. Á meðan er basilika og steinselja söxuð smátt og sett í skál ásamt 1 matskeið af smjöri. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum eru þær strax settar í skálina og blandað vel saman við smjörið og kryddjurtirnar. Kryddað með salti og pipar eftir smekk.

Steikt spergilkál og kúrbítur með spínati
5

Spergilkálið er skorið niður í bita ásamt kúrbítnum. Laukurinn skorin í litla bita og hvítlaukur saxaður fínt. Panna hituð með smjöri og olíu. Kúrbítur, spergilkál, hvítlaukur og laukur steikt á pönnunni við meðalhita í um það bil 10 mínútur þar til að grænmetið er orðið mjúkt. Kryddað með salti, pipar og chili flögum. Þegar um það bil 1 mínúta er eftir af steikingartímanum er spínatinu bætt út í.

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SteikartacoGrillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!