Grillaður þorskhnakki með pestó

  , ,   

júní 11, 2020

Einfaldur þorskréttur á grillið, hentar einnig vel í ofni.

Hráefni

2 msk Filippo Berio ólífuolía

1 kg þorskhnakki

200 g Philadelphia rjómaostur

1 krukka Filippo Berio Tomato & Ricotta pestó

salt og pipar

klettasalat

Parmareggio parmesanostur

Leiðbeiningar

1Skerið þorskhnakka í bita og veltið upp úr olíu, kryddið með salti og pipar

2Smyrjið fiskinn með rjómaosti og setjið pestó yfir, leggið á álpappír og grillið í um 10 mínútur

3Berið fram með klettasalati og Parmareggio parmesanosti

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofnbökuð langa með krösti í rjómaostasósu

Í þessum rétti notaði ég löngu og bakaði hana í ofni ásamt dásamlegri rjómaostasósu með sólþurrkuðum tómötum, sveppum, parmesan osti, rjóma og spínati. Punkturinn yfir i-ið var að dreifa Eat real snakki með dill bragði yfir réttinn þannig að hann varð stökkur og góður.

Risarækjur með tómata- og pestósósu

Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað.

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.