Grillaðar sætar kartöflur

  , ,   ,

ágúst 21, 2016

Bragðgóðar sætar kartöflur á grillið.

Hráefni

3 stk sætar kartöflur

200 gr Philadelphia rjómaostur

2 tsk Thai Yellow Curry Paste frá deSiam

2 stk hvítlauksrif

2 stk vorlaukur

Salt og pipar

1 horn Parmareggio parmesan ostur

Leiðbeiningar

1Bakið sætu kartöflurnar í ofni 180 gráður eða á grilli í álpappír tekur um 60 mín, fer eftir stærð.

2Blandið rjómaosti og yellow curry paste saman, pressið hvítlaukinn út í og saxið vorlaukinn og blandið saman, kryddið með salti og pipar.

3Skerið sætu kartöflunar til helminga og skafið innanúr, blandið við rjómaostinn og smakkið til.

4Setjið í sæt kartöflu hýðið og sáldrið rifnum parmesan osti yfir ásamt ný möluðum pipar.

5Sett á grillið á grillbakka í 10-15 mínútur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Falafel vefjur

Þessar falafel vefjur eru einstaklega bragðgóðar og djúsí, ekki skemmir svo fyrir hversu einfalt og fljótlegt það er að smella þeim saman.

HEIMAGERT “PIK-NIK”

Heimagert kartöflusnakk sem er frábært meðlæti.

Karamellukartöflur

Bestu karamellukartöflur sem til eru, ótrúlega einfalt að gera.