Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

  , ,   

júlí 27, 2020

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!

Hráefni

U.þ.b. 400 g Tígrisrækja stór frá Sælkerafisk

¼ Ferskur ananas

50 g smjör

1 dl hunang

2 msk soja sósa

2-3 hvítlauksgeirar

Salt og pipar

Kóríander (má sleppa)

Grillpinnar

Leiðbeiningar

1Best er að láta grillpinnana liggja í bleyti í ca 20 mín áður en matnum er raðað á pinnana.

2Setjið smjör, hunang og soja sósu ofan í lítinn pott og sjóðið saman, rífið hvítlauksgeirana út í og kryddið með salti og pipar, sjóðið þar til sósan hefur þykknað og líkist sírópi.

3Skerið ferskan ananas í bita, takið börkinn af. Raðið risa rækjum og ananas á pinnana til skiptis, penslið svolítið af sósunni yfir pinnana.

4Grillið pinnana á báðum hliðum í 3-5 mín á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn, penslið meira af sósunni yfir pinnana á meðan verið er að grilla.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.

Tequila risarækja með hvítlauk og kóríander

Einfaldasti réttur í heimi og með þeim betri. Tequila færir risarækjurnar á annað plan og hvítlaukurinn og kóríander gera gott enn betra!