fbpx

Grænmetis Korma

Matarmikill indverskur grænmetisréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Grænmetis Korma
 4 bollar blandað grænmeti, saxað (t.d. paprikur, brokkoli, gulrætur)
 2 bollar kartöflur, skornar í teninga
Karrýmauk
 2 msk smjör
 1/2 tsk cumin fræ (ath ekki kúmen)
 2 laukar, gróflega saxaðir
 4 hvítlauksrif, söxuð
 5 cm engiferbiti, gróflega saxaður
 1-2 chilí
 1 tómatur
 1 tsk salt
 1 tsk kóríander krydd
 1 tsk papriku krydd
 1/2 tsk chili krydd
 1/2 tsk turmeric
 1/2 tsk garam masala
 1/4 tsk kardimommu krydd
 1/2 bolli kasjúhnetur
 1 1/2 bolli vatn
Kurl
 1 msk smjör
 1/4 bolli rúsínur (ljósar)
 1/4 bolli kasjúhnetur
 1/2 bolli kókosmjólk kæld, t.d. frá Coconut milk frá Blue dragon
 kóríander, ferskt (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Undirbúið grænmetið. Hitið vatn að suðu og bætið niðurskornum kartöflum út í. Setjið lok ´pottinn og látið sjóð í um 5 mínútur. Bætið því næst grænmetinu saman við. Setjið lokið aftur á og látið sjóða í aðrar 5 mínútur. Takið úr pottinum og geymið í skál.

2

Gerið karrýmaukið. Byrjið á því að hita 2 msk af smjöri í potti við meðalhita.

3

Bætið cumin fræjum, hrærið lítillega í þeim og bætið síðan lauknum saman við. Steikið þar til laukurinn mýkist.

4

Bætið þá hvítlauk, engifer, chilí, tómatnum og kryddum saman við. Steikið í nokkrar mínútur og bætið því næst kasjúhnetum saman við.

5

Kælið og setjið því næst í matvinnsluvél ásamt vatninu og maukið.

6

Hellið karrýmaukinu í pottinn og hitið við lágan hita og bætið því næst grænmetinu saman við.

7

Hitið að lokum 1 msk af smjöri og bætið rúsínum og kasjúhnetum saman við. Hrærið í nokkrar mínútur og bætið þessu síðan saman við grænmetið.

8

Opnið kælda kókosmjólk og takið efsta lagið (þykka hlutann) af kókosmjólkinni og bætið saman við. Ekki nota fitusnauða kókosmjólk. Blandið vel saman og hitið í nokkrar mínútur og berið að lokum fram með söxuðum kasjúhnetum, kóríander og hrísgrjónum.


Uppskrift frá grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Grænmetis Korma
 4 bollar blandað grænmeti, saxað (t.d. paprikur, brokkoli, gulrætur)
 2 bollar kartöflur, skornar í teninga
Karrýmauk
 2 msk smjör
 1/2 tsk cumin fræ (ath ekki kúmen)
 2 laukar, gróflega saxaðir
 4 hvítlauksrif, söxuð
 5 cm engiferbiti, gróflega saxaður
 1-2 chilí
 1 tómatur
 1 tsk salt
 1 tsk kóríander krydd
 1 tsk papriku krydd
 1/2 tsk chili krydd
 1/2 tsk turmeric
 1/2 tsk garam masala
 1/4 tsk kardimommu krydd
 1/2 bolli kasjúhnetur
 1 1/2 bolli vatn
Kurl
 1 msk smjör
 1/4 bolli rúsínur (ljósar)
 1/4 bolli kasjúhnetur
 1/2 bolli kókosmjólk kæld, t.d. frá Coconut milk frá Blue dragon
 kóríander, ferskt (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Undirbúið grænmetið. Hitið vatn að suðu og bætið niðurskornum kartöflum út í. Setjið lok ´pottinn og látið sjóð í um 5 mínútur. Bætið því næst grænmetinu saman við. Setjið lokið aftur á og látið sjóða í aðrar 5 mínútur. Takið úr pottinum og geymið í skál.

2

Gerið karrýmaukið. Byrjið á því að hita 2 msk af smjöri í potti við meðalhita.

3

Bætið cumin fræjum, hrærið lítillega í þeim og bætið síðan lauknum saman við. Steikið þar til laukurinn mýkist.

4

Bætið þá hvítlauk, engifer, chilí, tómatnum og kryddum saman við. Steikið í nokkrar mínútur og bætið því næst kasjúhnetum saman við.

5

Kælið og setjið því næst í matvinnsluvél ásamt vatninu og maukið.

6

Hellið karrýmaukinu í pottinn og hitið við lágan hita og bætið því næst grænmetinu saman við.

7

Hitið að lokum 1 msk af smjöri og bætið rúsínum og kasjúhnetum saman við. Hrærið í nokkrar mínútur og bætið þessu síðan saman við grænmetið.

8

Opnið kælda kókosmjólk og takið efsta lagið (þykka hlutann) af kókosmjólkinni og bætið saman við. Ekki nota fitusnauða kókosmjólk. Blandið vel saman og hitið í nokkrar mínútur og berið að lokum fram með söxuðum kasjúhnetum, kóríander og hrísgrjónum.

Grænmetis Korma

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.