Fylltir bananar á grillið

  

júní 29, 2020

Stökkir sykurpúðar og Oreokex í bland við volgan banana, bráðið súkkulaði og ber…..namm!

Hráefni

4 bananar (meðalstórir)

100 g Milka Daim súkkulaði

Litlir sykurpúðar

Oreo Crumbs með kremi

Driscolls jarðaber

Driscolls bláber

Driscolls hindber

Leiðbeiningar

1Skerið endana af banönunum og því næst vasa í þá miðja eftir endilöngu. Fjarlægið síðan þann hluta af banananum (þetta um 1/5 af honum) og fyllið með Milka súkkulaði og sykurpúðum (ég kom 5 Milka bitum í hvern banana og nokkrum sykurpúðum).

2Útbúið nokkurs konar hreiður úr álpappír og komið banananum fyrir ofan á því (sjá mynd).

3Grillið á meðalheitu grilli í nokkrar mínútur eða þar til sykurpúðarnir fá á sig dökkan hjúp og súkkulaðið er bráðið.

4Stráið Oreo crumbs yfir hvern banana ásamt berjum.

Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Pylsa að hætti New York búa

Útkoman er allt öðruvísi en hin hefðbundna íslenska pylsa með öllu en afar skemmtileg tilbreyting frá henni ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt á grillið í sumar.

Suðræn grillspjót

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu

Djúsí Hasselback kartöflur

Djúsí grillaðar hasselback kartöflur með sósu og osti