Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu

  

nóvember 12, 2015

Hollur og bragðgóður fiskiréttur.

Hráefni

800 g þorskur eða ýsa

chillíkrydd

salt og pipar

Sósan:

300 g mangó (ca. 1-2 stk), skorin í teninga

2 msk hnetusmjör

1 tsk soyasósa, t.d. frá Blue dragon

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 rautt chilí

Salt og pipar eftir smekk.

Leiðbeiningar

1Fiskurinn er skorinn í bita og settur í ofnfast mót og kryddaður með chilíkryddi, salti og pipar.

2Sósan útbúin með því að láta öll hráefnin fyrir hana í blandarann og unnið í silkimjúkt mauk smakkið hana til. Hellið síðan yfir fiskinn.

3Fiskurinn er síðan settur inn í ofn með álpappír yfir og eldað við 200°c í um 30 mínútur.

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.

Einfaldi laxinn sem matvandir elska

Grillaður lax með asísku ívafi.