Ferskt salat með stökkum kjúklingabaunum og snakk krönsi

    

júlí 27, 2020

Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum.

Hráefni

Salat að eigin vali, ég notaði lífrænt salat

Kokkteiltómatar skornir í tvennt

1/2 rauðlaukur þunnt sneiddur

Fræ úr granateplum

Eat real Hummus snakk með tómat og basil

1 dós kjúklingabaunir frá Rapunzel

1 tsk paprikuduft

1/2 tsk chili duft

1/2 tsk hvítlaukssalt

Svartur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 200°C

2Sigtið og skolið baunirnar og þerrið. Setjið þær í skál og stráið kryddinu yfir. Setjið ólífuolíuna útí og blandið saman. Dreifið úr baununum á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í 20 - 30 mín. Hrærið í þeim 2-3 á tímanum.

3Skerið grænmetið og raðið í skál. Þið eruð ekkert bundin af því sem ég nota. Ég notaði það sem ég átti til.

4Þegar baunirnar eru tilbúnar, takið þær útúr ofninum og látið mesta hitann rjúka úr þeim. Setjið þær yfir salatið og myljið snakkið yfir.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumpling salat með edamame og brokkólí

Létt og gott salat með grænmeti og kjúklinga dumplings.

Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu

Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn.

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Andalæri er frábær og fljótlegur matur, einfaldur, hollur og ó svo góður. Þetta salat er æðislegt.