IMG_0336
IMG_0336

Einföld skyrkaka með Daim kurli

    

maí 8, 2019

Skyrkaka með Daim kurli og hindberjum.

Hráefni

1 pakki hafrakex með súkkulaði

70 g smjör

2 pakkar Daim kurl

500 ml rjómi

1 stór dós vanilluskyr

1 askja Driscoll's hindber

Leiðbeiningar

1Myljið kexið smátt.

2Bræðið smjör og blandið mulda kexinum saman við. Setjið blönduna í bökunarform (26 cm) og geymið í kæli þar til botninn hefur harðnað.

3Setjið helminginn af Daim kurlinu yfir botninn.

4Þeytið rjómann og blandið saman við vanilluskyrið. Setjið yfir kexbotninn og yfir það setjið þið afganginn af Daim kurlinu og berin.

5Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í 6 klst áður en hún er borin fram.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

bubs-kaka

BUBS hauskúpukaka

Hauskúpukaka með BUBS súkkulaðikremi sem allir elska.

vegan-edla

Vegan eðla

Heit VEGAN ídýfa sem engin trúir að sé VEGAN!

fazer-bollakaka

Fazermint súkkulaðibollakökur

Hátíðlegar bollakökur með súkkulaði- og myntukremi.